Öndum rólega og þvoum okkur um hendurnar Drífa Snædal skrifar 6. mars 2020 12:00 Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Wuhan-veiran Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég fylgst af aðdáun með viðbrögðum okkar færasta fólks við veiruógninni. Staðföst, fumlaus og traust viðbrögð til að minnka skaðann og verja okkur sem hýsum þessa eyju. Vonandi tekst að draga úr hraða smita svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast og innviðirnir standist þessa ágjöf. Flestir vinnustaðir, félagasamtök og opinberar stofnanir vinna að vörnum og í gær náðu aðilar vinnumarkaðarins samkomulagi ásamt stjórnvöldum um hvernig megi tryggja afkomu fólks sem þarf að fara í sóttkví. Vinnustaðir er sá vettvangur þar sem flestir hittast og til mikils að vinna að fólk virði sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Ég fagna því samkomulaginu sem lesa má hér. En það munu koma upp margar spurningar og nú þegar verða öll stéttarfélög á landinu vör við áhyggjur tengdar ástandinu. Með fyrrnefndu samkomulagi var greitt úr helstu viðfangsefnunum. Þrátt fyrir fáheyrt ástand í samfélaginu heldur lífið áfram og vikan var um mragt viðburðarík. Á mánudag voru kynnt frumvarpsdrög að nýjum húsaleigulögum sem munu styrkja réttindi leigjenda svo um munar. Nú heyrast raddir að lagasetningin muni hafa slæm áhrif á þá sem síst skyldi. Þar er sleginn kunnuglegur tónn sem heyrist iðulega þegar réttarstaða þeirra sem höllum fæti standa er löguð. Ný húsaleigulög sækja fyrirmynd til annarra landa sem hefur tekist betur en okkur að vernda húsnæðisöryggi fólks. Á vettvangi ASí voru umhverfismál og jöfnuður til umfjöllunar í vikunni auk þess sem alþjóðlegur baráttudagur vinnandi kvenna (sem í raun er á sunnudaginn) var haldinn á fimmtudag með góðri umfjöllun um verkefnin framundan og endurskoðun jafnréttislaga. Úr Karphúsinu berast svo þær fréttir að fólk situr við að finna lausnir og eru það góðar fréttir. Allir sterkir straumar til okkar fólks sem situr nú í samningaviðræðum. Þvoið, sprittið og njótið helgarinnar, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar