Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 12:56 Flugfreyjur við hús ríkissáttasemjara. Vísir/Birgir Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug. Icelandair Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug.
Icelandair Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira