Luke Chadwick, sem varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gær en hann á fleiri Englandsmeistaratitla en Steven Gerrard.
Chadwick kom í gegnum yngri lið United og spilaði á þremur tímabilum er félagið varð meistari en einungis eitt árið spilaði hann nægilega marga leiki til þess að fá medalíu.
Steven Gerrard átti frábæran feril með Liverpool en náði aldrei að vinna ensku úrvalsdeildina áður en hann hætti. Hann stýrir í dag liði Rangers í Skotlandi.
„Chadwick 1 Gerrard 0. Þetta er svo oft sagt við mig og ég er ekki viss um hvort að þetta sé hrós eða móðgun,“ skrifaði Chadwick á Twitter-síðu sína í gær.
Chadwick 1 Gerarrd 0
— Luke Chadwick (@Luke_FFF) May 12, 2020
I get this said to me so much,not sure if it s a compliment or insult
I m fully aware I didn t play a huge part when winning my medal,but still something I m honoured and proud of
I was a journeyman he was a superstar,but I still loved the journey
„Ég veit allt um það að ég spilaði ekki stóra rullu í minni medalíu en ég vann eitthvað sem ég er stoltur af. Ég var ferðamaður, hann var súperstjarna, en ég elska enn þessa ferð,“ sagði Chadwick.
Chadwick spilaði 39 leiki fyrir United áður en hann fór til West Ham árið 2006. Þaðan fór hann á flakk og spilaði meðal annars með Stoke og Norwich. Í dag þjálfar hann börn í Cambridgeshire á Englandi.
'Chadwick 1-0 Gerrard': Ex-United man Luke Chadwick opens up on mocking comparison to Liverpool star https://t.co/TVadLRB30d
— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2020