Launafrost til 2023 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:21 Icelandair á nú í kjaraviðræðum við FFÍ. Vísir/Vilhelm Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ. Icelandair Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samkvæmt tillögunum getur FFÍ ekki samið um launahækkun fyrr en í fyrsta lagi í október árið 2023. Kjarasamningurinn sem lagður er til myndi gilda frá 15. maí næstkomandi, til loka ársins 2025. Þá er í tillögum Icelandair ákvæði sem gefur félaginu heimild til þess að opna samninga og hefja viðræður að nýju, skili félagið ekki hagnaði árið 2023. Í athugasemdum FFÍ við tillögur Icelandair segir: „Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu (2,5% á ári) á tímabilinu 1.1.2019 -31.12.2023 þýðir þetta c.a. 13% kaupmáttarrýrnun.“ Þá er gerð talsverð breyting á ákvæðum um vakta- og hvíldartíma flugfreyja og flugþjóna. Eins og er eiga félagsmenn FFÍ rétt á einu og hálfu helgarfríi á mánuði, en samkvæmt nýjust tillögum Icelandair yrði aðeins um að ræða eitt helgarfrí á mánuði. Þá eru tillögur Icelandair settar í samhengi við Lífskjarasamninginn í athugasemdum Flugfreyjufélagsins. „Lífskjarasamningurinn kveður á um 90.000 kr. launahækkun ásamt minni vinnuskyldu á tímabilinu 2019-2022. Ekki hefur verið samið á almennum markaði vegna 2023-2025. Lífskjarasamningurinn kveður á um lágmarkstekjutryggingu 368.000 kr. árið 2022. Föst laun flugfreyju á D-línu á fyrsta ári verða 289.999kr. árið 2022,“ segir í athugasemdum FFÍ.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira