Hvetur flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu þrátt fyrir þrýsting Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 21:13 Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Vísir/Vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna eða FÍA, sendi í kvöld bréf til félagsmanna sinna þar sem hann varaði við tilraunum Icelandair til þess að sundra samstöðu flugmanna, sem nú eiga í kjaraviðræðum við flugfélagið. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Jón Þór segir Icelandair hafa fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðrar starfsstéttir áður en félaginu verði lagt til fjármagn. Það fjármagn er nauðsynlegt til þess að verja félagið falli. Hann segir einnig að stjórnendur félagsins hafi að undanförnu kynnt FÍA sínar áherslur. Þá segir hann óformlegar viðræður hafa staðið yfir uns þeim var slitið síðdegis í dag. „Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja,“ skrifar Jón Þór í bréfinu. Þá segir hann að það sé samróma álit innan FÍA að Icelandair hafi ekki sýnt fram á mikinn samningsvilja. Félagið hafi hins vegar lagt endurtekið fram sömu kröfur og haldið þeim til streitu, þrátt fyrir andmæli félagsins. „Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert.“ Þá hvetur Jón Þór flugmenn til að halda áfram að sýna samstöðu og heitir því að FÍA muni halda þeim upplýstum um gang mála. Hér að neðan má lesa bréfið í heild sinni. Kæru flugmenn Icelandair. Eins og þið eflaust þekkið þá hafa stjórnendur Icelandair fullyrt að fjárfestar geri kröfu um að kjarasamningar verði gerðir við flugmenn og aðra starfsmenn áður en félaginu verður lagt til nauðsynlegt fjármagn. Þessir sömu stjórnendur hafa nú um hríð kynnt fyrir FÍA sínar áherslur og óformlegar viðræður hafa staðið yfir þangað til fulltrúar félagsins slitu þeim nú síðdegis. Viðbúið er að næstu viðbrögð stjórnenda Icelandair verði nú að senda öllum flugmönnum Icelandair gögn sem eru einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja. Hjá FÍA er til staðar áralöng reynsla af samningaviðræðum og hjá stéttarfélaginu eru menn á einu máli um að undanfarnar vikur hafi fulltrúar Icelandair hvergi sýnt samningsvilja heldur þvert á móti endurtekið lagt fram sömu kröfurnar og haldið þeim til streitu þrátt fyrir okkar andmæli. Kjarasamningur flugmanna er í gildi, en þrátt fyrir það höfum við tekið vel í beiðni félagsins um að finna leiðir til hagræðingar í ljósi þeirra stöðu sem uppi er vegna útbreiðslu Covid - 19 veirunnar. FÍA hefur lagt fram ýmsar tillögur þess efnis, en að sögn fulltrúa Icelandair var ekki nóg að gert. Við hvetjum flugmenn til að gæta nú sérstaklega að samstöðunni. FÍA mun sem fyrr leggja sig fram við að halda ykkur upplýstum. Með kveðju, Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira