Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 10:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“ Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira