Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. maí 2020 18:18 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34