KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:49 Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Aðsend Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupfélagi Skagfirðinga. „Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka fjárhagsaðstoð til þess að gera endurgreiðsluna mögulega. Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð,“ segir í tilkynningu. Aðalskrifstofa Kaupfélags Skagfirðinga er á Sauðárkróki.Vísir/getty Hlutabótaleið stjórnvalda, sem um 6700 fyrirtæki hafa nýtt sér til þessa, var kynnt vegna kórónuveirufaraldurs í mars. Úrræðið hefur verið mjög til umræðu síðustu daga eftir að í ljós kom að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Festi og Haga höfðu nýtt sér hana. Öll áðurnefnd fyrirtæki hafa nú tilkynnt að þau hyggist ekki nýta úrræðið áfram og Skeljungur og Hagar hyggjast auk þess endurgreiða Vinnumálastofnun greiðslurnar. Í tilkynningu Kaupfélags Skagfirðinga um endurgreiðsluna segir að félagið „einbeiti sér um þessar mundir að því að verja störf um eitt þúsund starfsmanna sem vinna hjá félaginu og dótturfélögum þess.“ „Með þessari ákvörðun er sú stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra leiða til þess að ná því markmiði innan samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur,“ segir í tilkynningu. Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá Esju gæðafæði, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið er staðsett við Bitruháls í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skagafjörður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 „Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53
„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. 8. maí 2020 13:40