Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. maí 2020 13:44 Guðlaugur Þór Þórðarson. „Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
„Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42