Sveik peninga út úr Íslandsbanka í háloftunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 11:28 TF-GPA vél WOW air sem lengi vel var í farbanni á Keflavíkurflugvelli eftir gjaldþrot flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri sveik rúmlega 400 þúsund krónur út úr Íslandsbanka á meðan hún var á ferðalagi með Easy Jet og WOW air. Hún játaði brot sín í Héraðsdómi Reykjaness og var dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Konan flaug með Easty Jet þann 5. og 15. desember 2018 og WOW air 14. desember. Í flugferðunum þremur nýtti hún í heimildarleysi fyrirframgreitt kreditkort frá Íslandsbanka, í nafni hennar sjálfrar, til kaupa á vörum fyrir samtals 405 þúsund krónur. Konan komst upp með athæfið þar sem posi leitar almennt ekki að heimild á flugi vegna sambandsleysis. „Með þessari háttsemi vakti og hagnýtti ákærða sér þá röngu hugmynd starfsmanna viðkomandi flugfélaga að greiðsla hverju sinni væri lögmæt, með tilheyrandi fjártjóni fyrir Íslandsbanka,“ segir í ákærunni. Athygli vekur að konan keypti átta sinnum vörur í flugi Easy Jet þann 15. desember. Úttektirnar voru flestar á bilinu 20-30 þúsund krónur í hvert skipti. Konan játaði brot sitt en hún á að baki dóma fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni en sömuleiðis almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Þótti þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsisdómur hæfileg refsing. Íslandsbanki virðist ekki hafa gert kröfu um endurgeiðslu á upphæðinni. WOW Air Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kona á fertugsaldri sveik rúmlega 400 þúsund krónur út úr Íslandsbanka á meðan hún var á ferðalagi með Easy Jet og WOW air. Hún játaði brot sín í Héraðsdómi Reykjaness og var dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Konan flaug með Easty Jet þann 5. og 15. desember 2018 og WOW air 14. desember. Í flugferðunum þremur nýtti hún í heimildarleysi fyrirframgreitt kreditkort frá Íslandsbanka, í nafni hennar sjálfrar, til kaupa á vörum fyrir samtals 405 þúsund krónur. Konan komst upp með athæfið þar sem posi leitar almennt ekki að heimild á flugi vegna sambandsleysis. „Með þessari háttsemi vakti og hagnýtti ákærða sér þá röngu hugmynd starfsmanna viðkomandi flugfélaga að greiðsla hverju sinni væri lögmæt, með tilheyrandi fjártjóni fyrir Íslandsbanka,“ segir í ákærunni. Athygli vekur að konan keypti átta sinnum vörur í flugi Easy Jet þann 15. desember. Úttektirnar voru flestar á bilinu 20-30 þúsund krónur í hvert skipti. Konan játaði brot sitt en hún á að baki dóma fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni en sömuleiðis almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Þótti þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsisdómur hæfileg refsing. Íslandsbanki virðist ekki hafa gert kröfu um endurgeiðslu á upphæðinni.
WOW Air Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira