Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 00:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritaði nýjan kjarasamning félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Vísir/Vilhelm Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50
Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19
Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31