Engin niðurstaða náðist á fundi samninganefnda Icelandair og FFÍ sem lauk nú fyrir skömmu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar í deilunni og hófst fundurinn klukkan tvö í dag.
Samninganefnd Icelandair hafnaði viðtali við fréttastofu.
Erfiðlega hefur gengið að ná samningi milli deiluaðila og er mikil ólga sögð vera á meðal flugfreyja eftir að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði starfsfólkið vera helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað.
Icelandair hefur lagt áherslu á að samningar náist fyrir hluthafafund sem fram fer þann 22. maí.