Þolandi árásarinnar vaknaður og kominn til Húsavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:05 Frá Kópaskeri. Vísir/vilhelm Maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárás á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild á Akureyri og fluttur á sjúkrahús á Húsavík. Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. Grunaður árásarmaður liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Samkvæmt heimildum Vísis var þolandi árásarinnar stunginn sex sinnum. Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að þolandinn sé kominn af gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík í gær og reynt verður að taka af honum skýrslu í dag. „Ef hann man eitthvað, maður veit aldrei hvernig það er,“ segir Bergur. Sjá einnig: Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Grunaður árásarmaður fannst rænulítill í fangaklefa sínum morguninn eftir árásina og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. „Hann er enn á sjúkrahúsi og ekki vakandi,“ segir Bergur. Greint var frá því í byrjun vikunnar að lögregluvörður hefði verið settur á vakt á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Bergur segir að því hafi verið aflétt í gær þegar þolandi árásarinnar var fluttur til Húsavíkur. Lögregla hefur rætt hefur við vitni sem á heima í íbúðinni þar sem árásin var gerð. Bergur segir að lögregla leiti enn vitna en ekki hafi farið fram fleiri formlegar skýrslutökur. Á litlum vitnisburði sé að byggja í málinu en rannsóknargögn úr vettvangsrannsókn tæknideildar skili vonandi einhverju. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag 2. mars 2020 13:31 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárás á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild á Akureyri og fluttur á sjúkrahús á Húsavík. Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. Grunaður árásarmaður liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Samkvæmt heimildum Vísis var þolandi árásarinnar stunginn sex sinnum. Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að þolandinn sé kominn af gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík í gær og reynt verður að taka af honum skýrslu í dag. „Ef hann man eitthvað, maður veit aldrei hvernig það er,“ segir Bergur. Sjá einnig: Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Grunaður árásarmaður fannst rænulítill í fangaklefa sínum morguninn eftir árásina og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. „Hann er enn á sjúkrahúsi og ekki vakandi,“ segir Bergur. Greint var frá því í byrjun vikunnar að lögregluvörður hefði verið settur á vakt á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Bergur segir að því hafi verið aflétt í gær þegar þolandi árásarinnar var fluttur til Húsavíkur. Lögregla hefur rætt hefur við vitni sem á heima í íbúðinni þar sem árásin var gerð. Bergur segir að lögregla leiti enn vitna en ekki hafi farið fram fleiri formlegar skýrslutökur. Á litlum vitnisburði sé að byggja í málinu en rannsóknargögn úr vettvangsrannsókn tæknideildar skili vonandi einhverju.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag 2. mars 2020 13:31 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent