Facebook endurskoðar rafmyntaráform sín Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 13:01 Mark Zuckeberberg, stofnandi Facebook, þegar hann svaraði spurningum bandarískra þingmanna um rafmyntina Libra í október í fyrra. Vísir/EPA Andstaða eftirlitsstofnana og yfirvalda í fjölda ríkja veldur því að stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir endurskoða áform sín um að hleypa af stokkunum eigin rafmynt. Í staðinn gæti Facebook boðið upp á rafrænar útgáfur af gjaldmiðlum eins og dollara og evru. Facebook hefur unnið að rafmyntinni Libra í samstarfi við önnur tæknifyrirtæki eins og Lyft, Spotify og Shopify. Önnur stórfyrirtæki eins og Visa hlupust undan merkjum þegar verkefnið mætti mótstöðu yfirvalda. Sjá einnig: Efast um ágæti rafmyntar Facebook Hugmyndin um Libra hefur sætt verulegri gagnrýni. Nokkur stærstu hagkerfi heims hafa sagt að rafmyntir almennt ógni fjármálakerfi heimsins. Sum ríki hafa varað við því að rafmyntir verði misnotaðar í peningaþvætti. Talsmenn Facebook neita því að til standi að gefa hugmyndina um Libra alfarið upp á bátinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til stendur að gefa rafmyntina út í haust, nokkru síðar en upphaflega stóð til. Facebook Rafmyntir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Andstaða eftirlitsstofnana og yfirvalda í fjölda ríkja veldur því að stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir endurskoða áform sín um að hleypa af stokkunum eigin rafmynt. Í staðinn gæti Facebook boðið upp á rafrænar útgáfur af gjaldmiðlum eins og dollara og evru. Facebook hefur unnið að rafmyntinni Libra í samstarfi við önnur tæknifyrirtæki eins og Lyft, Spotify og Shopify. Önnur stórfyrirtæki eins og Visa hlupust undan merkjum þegar verkefnið mætti mótstöðu yfirvalda. Sjá einnig: Efast um ágæti rafmyntar Facebook Hugmyndin um Libra hefur sætt verulegri gagnrýni. Nokkur stærstu hagkerfi heims hafa sagt að rafmyntir almennt ógni fjármálakerfi heimsins. Sum ríki hafa varað við því að rafmyntir verði misnotaðar í peningaþvætti. Talsmenn Facebook neita því að til standi að gefa hugmyndina um Libra alfarið upp á bátinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til stendur að gefa rafmyntina út í haust, nokkru síðar en upphaflega stóð til.
Facebook Rafmyntir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira