Kvíði og ótti vegna óvissunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 22:00 Margrét Gauja greindist með kórónuveiruna í mars og segist langt frá því að hafa náð fullum bata. vísir/sigurjón Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira