Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:00 Þórhildur Sunna segist vona að það takist að ljúka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs fyrir þinglok í sumar. Vísir/samsett mynd Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“ Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira