Sendiráðin kanna áhuga á tvíhliða ferðasamningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:28 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kemur til fundar í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“ Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“
Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira