Af góðum hugmyndum og slæmum Jón Ingi Hákonarson skrifar 8. maí 2020 08:30 Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar