Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04
4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20