Parið Ragnar Sigurðsson og Alyona eiga von á sínu fyrsta barni saman.
Alyona greinir frá því á Instagram og segir: „Ég er komin 33 vikur á leið. Á svona tímum kemur hamingjan með litlum hlutum eins og að fara út í göngutúr.“ Þetta er fyrsta barn parsins saman en fyrir á Ragnar einn son.
Alyona virðist vera stödd á flugvelli í Reykjavík á myndinni og ef marka má orð hennar hefur parið tekið út fjórtán daga sóttkví hér á landi.
Ragnar Sigurðsson hefur verið landsliðsmaður íslenska landsliðsins í mörg ár og leikur í dag með danska liðinu FC Kaupmannahöfn.
Þann 25.mars greindi Alyona frá því að þau ættu von á barni saman.