Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, ræddu saman í síma um jólahátíðirnar er marka má franska dagblaðið Le10Sport.
Leonardo er talinn hafa viljað fá Þjóðverjann til að taka við skútunni af öðrum Þjóðverja, Thomas Tuchel, sem er undir rosalegri pressu í Frakklandi.
Frakkarnir vilja vinna Meistaradeildina og PSG datt út fyrir Manchester United í fyrra. Vinni Tuchel ekki Meistaradeildina í ár fær hann væntanlega sparkið.
PSG chief Leonardo 'made an approach to Jurgen Klopp' over Christmas... but Liverpool boss turned them down, saying he is happy at Anfield https://t.co/PEpWkqJOW1
— MailOnline Sport (@MailSport) December 30, 2019
Leonardo ræddi framtíðarplön PSG við Klopp yfir hátíðirnar og reyndi þannig að sannfæra Klopp um að koma og taka við franska liðinu.
Klopp skrifaði undir nýjan samning fyrr í mánuðinum sem tryggir hann hjá Bítlaborgarliðinu til ársins 2024.
Hann þykir ánægður hjá liðinu enda búinn að gera stórkostlega hluti.