Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 09:44 Ástralskir slökkviliðsmenn hafa barist við elda öll jólin eins og þeir hafa gert um mánaðaskeið. AP/Ingleside-slökkviliðið Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07