Áratugir ferðaþjónustunnar? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. desember 2019 10:15 Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun