Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 14:59 Bjarni í Kryddsíld Stöðvar 2. Í bakgrunni sést spegilmynd Loga Einarssonar. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi. Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi.
Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15