Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 14:59 Bjarni í Kryddsíld Stöðvar 2. Í bakgrunni sést spegilmynd Loga Einarssonar. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi. Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi.
Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent