Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 17:15 „Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni. Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
„Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni.
Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15