Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 17:29 Sungið af innlifun. Stöð 2 Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld. Það má með sanni segja að Auður sé á meðal þeirra tónlistarmanna sem settu hvað mestan svip á íslenskt tónlistarlíf þetta árið, en hann átti ófáa slagarana sem glumdu jafnt í útvarpstækjum landsmanna sem og á skemmtistöðum víða um land. Segja má að Auður, sem réttu nafni heitir Auðunn Lúthersson, hafi skotist upp á stjörnuhimininn með plötu sinni AFSAKANIR, sem kom út árið 2018. Hann hefur þó verið viðloðandi íslensku hip-hop senuna mun lengur en það, og meðal annars framleitt tónlist fyrir mörg þekktustu nöfnin í bransanum, auk þess sem hann hefur gefið út meiri tónlist sjálfur. Það verður varla mælt á móti því að 2019 hafi verið ár Auðs og því eflaust margir sem vilja sjá þennan flutning á lagi hans, Þreyttur, en hann má sjá hér að neðan. Kryddsíld Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld. Það má með sanni segja að Auður sé á meðal þeirra tónlistarmanna sem settu hvað mestan svip á íslenskt tónlistarlíf þetta árið, en hann átti ófáa slagarana sem glumdu jafnt í útvarpstækjum landsmanna sem og á skemmtistöðum víða um land. Segja má að Auður, sem réttu nafni heitir Auðunn Lúthersson, hafi skotist upp á stjörnuhimininn með plötu sinni AFSAKANIR, sem kom út árið 2018. Hann hefur þó verið viðloðandi íslensku hip-hop senuna mun lengur en það, og meðal annars framleitt tónlist fyrir mörg þekktustu nöfnin í bransanum, auk þess sem hann hefur gefið út meiri tónlist sjálfur. Það verður varla mælt á móti því að 2019 hafi verið ár Auðs og því eflaust margir sem vilja sjá þennan flutning á lagi hans, Þreyttur, en hann má sjá hér að neðan.
Kryddsíld Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira