Demókratar deildu: „Milljarðamæringar í vínhellum eiga ekki að velja næsta forseta“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 11:28 Frambjóðendurnir sjö á sviði í gær. AP/Chris Carlson Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent