Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2019 19:12 Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent vísir/vilhelm Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi. Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi.
Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira