Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 09:09 Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. AP/Nick Perry Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira