Macron biðlar til lestarstarfsmanna að spilla ekki hátíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:07 Margt var um manninn á Norðurlestarstöðinni í París á föstudag enda ætla margir sér að eyða jólum með vinum og ættingjum annars staðar. Vísir/EPA Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella. Frakkland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella.
Frakkland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira