Macron biðlar til lestarstarfsmanna að spilla ekki hátíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:07 Margt var um manninn á Norðurlestarstöðinni í París á föstudag enda ætla margir sér að eyða jólum með vinum og ættingjum annars staðar. Vísir/EPA Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella. Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella.
Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira