Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:28 Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýja Suður-Wales í Sydney í dag. Vísir/EPA Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38