Ummæli ársins: Villimannseðlið, sómakenndin og þú sem ert nóg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2019 07:30 Nokkur þeirra sem eiga ummæli ársins 2019 að mati Vísis. Það kennir ýmissa grasa þegar rifjuð eru upp eftirminnileg ummæli sem féllu á árinu sem er að líða. Vísir hefur tekið saman nokkur af þessu eftirminnilegu ummælum en athugið að samantektin er langt því frá tæmandi. Í nokkrum ummælanna endurspeglast sum af fréttamálum ársins og við byrjum á einu slíku: ólgunni innan lögreglunnar og vantraustinu í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem lætur af störfum nú um áramótin. „Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin“ „Það er efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin“ Orðin hér fyrir ofan lét Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, falla í viðtali sem hann veitti Morgunblaðinu um miðjan september en viðtalið varð samstundis umdeilt, bæði vegna þessara orða og ummæla sem höfð voru eftir honum um spillingu innan lögreglunnar. Ólgu gætti á árinu, bæði á meðal starfsmanna ríkislögreglustjóra sem og á meðal lögreglumanna, vegna óánægju með störf Haraldar. Óánægjan gat varla birst með skýrari hætti en því þegar átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald, níu dögum eftir að viðtalið umdeilda var birt. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar,“ sagði Úlfar Lúðvíksson formaður Lögreglustjórafélags Íslands í viðtali við fréttastofu. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“ Lögreglustjórar væru afar ósáttir við störf Haralds og hefði sú óánægja staðið lengi. Vandinn væri djúpstæður og lýsti Úlfar samskiptaleysi við ríkislögreglustjóra. Fyrr á árinu hafði verið greint frá því að óánægju gætti innan lögreglunnar í garð ríkislögreglustjóra vegna þess hvernig embættið hefði haldið á málum sem sneru að bílaflota lögreglunnar og einkennisfatnaði lögreglumanna. Skemmst er frá því að segja rúmum tveimur mánuðum eftir að lögreglustjórarnir átta lýstu yfir vantrausti á Harald óskaði hann eftir því að hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin eftir 22 ár í starfi. Haraldur á þrjú ár eftir að skipunartíma sínum og er kostnaður dómsmálaráðuneytisins við starfslokasamning hans 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á fullveldisafmælinu í desember 2018.vísir/vilhelm „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í lok ágúst um hlutverk sitt sem eiginkona þjóðarleiðtoga. Í færslunni, sem Eliza ritaði á ensku, sagði hún að sér þætti það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur væru álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kvaðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, þótt hún væri að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifaði Eliza og lýsti því svo hvernig hún reyndi að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sendi tilfinningaþrungið bréf til starfsmanna þegar ljóst var að félagið væri gjaldþrota.vísir/vilhelm „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ Ein af fréttum ársins var án efa gjaldþrot íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air. Flugfélagið hætti starfsemi þann 28. mars og var síðasta flugferðin til Detroit í Bandaríkjunum daginn áður. Skúli Mogensen var stofnandi og forstjóri WOW air. Hann ritaði starfsfólki flugfélagsins tilfinningaþrungið kveðjubréf þegar ljóst var að fyrirtækið væri gjaldþrota. Ummælin hér fyrir ofan eru tekin þaðan en bréfið var reyndar á ensku. Á íslensku útleggst upphaf þess svona: „Kæru vinir, ég hélt að þetta myndi aldrei gerast en við neyðumst til þess að hætta starfsemi og skila inn flugrekstrarleyfi okkar. Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert en raunveruleikinn er sá að við runnum út á tíma og okkur hefur því miður ekki tekist að tryggja fjármögnun fyrirtækisins.“ Gjaldþrot fyrirtækisins hafði víðtæk áhrif. Mikill fjöldi fólks missti vinnuna og aðeins nokkrum dögum eftir að WOW air féll skrifuðu Efling og VR undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og verkfallsátök.Sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að gjaldþrot WOW air hefði þrýst frekar á samningsaðila um að ná samkomulagi. Alda Karen Hjaltalín í viðtali við Ísland í dag fyrr á árinu en ákveðin ummæli hennar í viðtalinu vöktu reiði.Vísir „Þú ert nóg“ Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hélt fyrirlestur í Laugardalshöll í janúar og ræddi við Ísland í dag í aðdraganda hans. Í viðtalinu sagði hún að helsta ástæðan fyrir því að hún væri komin til landsins með fyrirlesturinn væru skilaboðin og rauði þráðurinn „Þú ert nóg“. „Ég ætlaði ekkert að vera með annan fyrirlestur og náði í raun toppnum þegar við fylltum Eldborg í fyrra. Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen. Þessi ummæli Öldu Karenar vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum og faglært heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi hana einnig. Þannig sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá landlækni, að ummælin samræmdust ekki viðmiðum um forvarnir í málaflokknum. Það væri ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“ við þunglyndan einstakling. Þá lagði Salbjörg áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þyrfti að nálgast af ábyrgð. Alda Karen viðurkenndi að hafa hlaupið á sig í viðtalinu við Ísland í dag. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði hún og kvaðst skilja gagnrýni fagfólks. Margir úr þeim hópi hefðu þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. Gunnar Bragi Sveinsson sneri aftur á þing í janúar eftir Klausturmálið.vísir/vilhelm „Algjört blackout“ Eitt af fréttamálum ársins 2018, Klausturmálið, teygði sig yfir á nýja árið. Þingmenn Miðflokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, tóku sæti á þingi á ný í janúar og mættu af því tilefni í viðtal á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar hafði Gunnar Bragi meðal annars þetta að segja um kvöldið 20. nóvember 2018 þegar hann og fimm aðrir þingmenn sátu þar og drukku og töluðu með niðrandi hætti um aðra þingmenn: „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna.” Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu“ Það var hiti í kolunum á nefndarsviði Alþingis í mars þegar Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Samherjamálið „hið fyrra“ og þáttur Seðlabankans í því var til umræðu.Að loknum fundinum, frammi á gangi, beindi Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, þáverandi forstjóra Samherja, orðum sínum að Má þegar hann ætlaði að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómatilfinningu og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis. Síðar sama dag sendi Baldvin frá sér orðsendingu til samstarfsmanna hjá Samherja. Kvaðst hann hafa komist óheppilega að orði eftir nefndarfundinn. Orðavalið hefði ekki verið sæmandi og hann hefði gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð. „Mér finnst að þessum árásum á ykkur og annað starfsfólk Samherja á Íslandi, sem hefur staðið sig vel, því verði að linna“ Þessi orð lét Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendum Samherja og fyrrverandi forstjóri, falla á starfsmannafundi með starfsmönnum Samherja um miðjan nóvember. Tilefnið var að tveimur dögum áður hafði Kveikur fjallað ítarlega um 30 þúsund skjöl tengd starfsemi Samherja í Afríku sem Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi rekstrarstjóri Samherja í Afríku, hafði komið til Wikileaks. Mætti segja að hér sé komið Samherjamálið „hið síðara“. Í umfjöllun Kveiks kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Þá léki jafnframt grunur á peningaþvætti og skattaundanskotum. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri í kjölfar umfjöllunarinnar og Björgólfur Jóhannsson tók við. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri hafa málið til rannsóknar hér á landi en í Namibíu hafa stjórnmálamenn og embættismenn verið ákærðir fyrir spillingu, fjársvik og peningaþvætti vegna viðskipta sinna við Samherja. „Helgarfrí er fyrir homma og kellingar“ Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir stuðaði ýmsa með þessum ummælum sem hún lét falla á Instagram-síðu sinni í mars. Þannig gagnrýndi Roald Viðar Eyvindsson, útgáfustjóri Mannlífs, sem sjálfur er samkynhneigður, Eddu Sif fyrir ummælin og sagði þau fá falleinkunn. Ýmsir tóku undir þau orð Roalds á Facebook-síðu hans á meðan aðrir spurðu hvort hann væri húmorslaus. Þá Skúli Ólafsson, prestur í Neskirkju, grein á Vísi vegna ummælanna og sagði þau ekki í takt við tíðarandann. Sjálf brást Edda Sif við á Twitter þar sem hún deildi grein Skúla með þessum orðum: „Pælið í ef e-r myndi taka kaldhæðnisgrín sem var ætlað vinum ykkar, kalla það yfirlýsingu, snúa út úr því og skrifa um það grein! Takk annars fyrir útskýringuna kæri maður á því hvernig er að vera kona. Sem var einmitt ekki í helgarfríi, það var grínið.“ Björgvin Stefánsson framherji KR fékk fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli.vísir/bára „Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum“ Björgvin Stefánsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, lét rasísk ummæli falla þegar hann lýsti Hauka og Þróttar á HaukarTV í maí. Svarti maðurinn sem hann vísaði til var Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Ummælin fóru fljótt á flug eftir að vakin var athygli á þeim á Twitter og var Björgvin sömuleiðis fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar. Þá harmaði knattspyrnudeild Hauka ummælin. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók mál Björgvins til skoðunar. Tveimur vikum eftir að ummælin féllu var Björgvin dæmdur í fimm leikja bann af nefndinni. KR missti þar með framherja sinn í fimm leiki auk þess sem Haukar þurftu að borga 100 þúsund krónur í sekt. @FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 „Gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðinga og helförina vöktu undrun á samfélagsmiðlum í byrjun febrúar. Voru ummælin gagnrýnd og Páll Óskar sakaður um gyðingahatur og kynþáttafordóma. Ummælin féllu í útvarpsþættinum Lestinni á Rás 1 þar sem rætt var um hvort rétt væri að Ísland myndi sniðganga Eurovision sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael í maí. Vel á þriðja tug þúsunda undirskrifta söfnuðust til stuðnings því að RÚV myndi hafna þátttöku í keppninni, vegna framgöngu Ísrals í átökunum við Palestínu, en Ísland tók engu að síður þátt eins og flestum er eflaust í fersku minni. Umræðan um sniðgöngu var ekki jafn mikil annars staðar í Evrópu eins og hún var hér á landi og sagði Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða í álfunni. Umræðunni yrði ekki vel tekið. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar.Páll Óskar baðst síðan afsökunar á ummælunum. Hann sagðist í yfirlýsingu bera ábyrgð á orðum sínum og taka orð sín um gyðinga til baka. Þau hefðu verið röng og særandi. Þá viðurkenndi hann fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut.Hér fyrir neðan má sjá atriði Íslands í Eurovision þetta árið. Hljómsveitin Hatari söng lagið Hatrið mun sigra. „Drullusokkur meirihlutans“ og „skítadreifari“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sparaði ekki stóru orðin á borgarstjórnarfundi í desember þegar hún kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Í kjölfar ummælanna fór Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, fram á það við borgarfulltrúa að þeir gættu orða sinna. Vigdís hafði uppi þessi orð um Dóru Björt eftir að sú síðarnefnda hafði flutt ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun borgarinnar. Dóra Björt gagnrýndi minnihlutann og sakaði borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Vinsælustu lög áratugarins á Spotify Spotify hefur nú gefið út lista yfir mest streymdu lög áratugarins en þar situr kanadíski tónlistamaðurinn Drake á toppnum. 3. desember 2019 20:00 Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00 Kanslari í Bankastræti, vírusvarnarmógúll í felum á Dalvík og auðvitað Ed Sheeran Innlit valdamikilla stjórnmálamanna voru áberandi á árinu og þá settu stórtónleikar breska tónlistarmannsins Ed Sheerans og fylgdarliðs hans svip sinn á flóru Íslandsvina ársins 2019. 21. desember 2019 08:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa þegar rifjuð eru upp eftirminnileg ummæli sem féllu á árinu sem er að líða. Vísir hefur tekið saman nokkur af þessu eftirminnilegu ummælum en athugið að samantektin er langt því frá tæmandi. Í nokkrum ummælanna endurspeglast sum af fréttamálum ársins og við byrjum á einu slíku: ólgunni innan lögreglunnar og vantraustinu í garð Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem lætur af störfum nú um áramótin. „Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin“ „Það er efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin“ Orðin hér fyrir ofan lét Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, falla í viðtali sem hann veitti Morgunblaðinu um miðjan september en viðtalið varð samstundis umdeilt, bæði vegna þessara orða og ummæla sem höfð voru eftir honum um spillingu innan lögreglunnar. Ólgu gætti á árinu, bæði á meðal starfsmanna ríkislögreglustjóra sem og á meðal lögreglumanna, vegna óánægju með störf Haraldar. Óánægjan gat varla birst með skýrari hætti en því þegar átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald, níu dögum eftir að viðtalið umdeilda var birt. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar,“ sagði Úlfar Lúðvíksson formaður Lögreglustjórafélags Íslands í viðtali við fréttastofu. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“ Lögreglustjórar væru afar ósáttir við störf Haralds og hefði sú óánægja staðið lengi. Vandinn væri djúpstæður og lýsti Úlfar samskiptaleysi við ríkislögreglustjóra. Fyrr á árinu hafði verið greint frá því að óánægju gætti innan lögreglunnar í garð ríkislögreglustjóra vegna þess hvernig embættið hefði haldið á málum sem sneru að bílaflota lögreglunnar og einkennisfatnaði lögreglumanna. Skemmst er frá því að segja rúmum tveimur mánuðum eftir að lögreglustjórarnir átta lýstu yfir vantrausti á Harald óskaði hann eftir því að hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin eftir 22 ár í starfi. Haraldur á þrjú ár eftir að skipunartíma sínum og er kostnaður dómsmálaráðuneytisins við starfslokasamning hans 56,7 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á fullveldisafmælinu í desember 2018.vísir/vilhelm „Ég er ekki handtaska eiginmanns míns“ Eliza Reid, forsetafrú, skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í lok ágúst um hlutverk sitt sem eiginkona þjóðarleiðtoga. Í færslunni, sem Eliza ritaði á ensku, sagði hún að sér þætti það skammarlegt hvernig sjálfstæðar og klárar konur væru álitnar aukahlutir á pólitískum fundum eiginmanna sinna. Sjálf kvaðst hún leggja áherslu á að vera ekki álitin aukahlutur fyrir eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, þótt hún væri að sjálfsögðu stolt af því að vera tengd honum. „Þegar ég vel að ferðast með honum er það frekar í opinberum heimsóknum þar sem ég kappkosta að halda að minnsta kosti eina ræðu og/eða taka ekki aðeins þátt í „hefðbundnum“ verkefnum eiginkonunnar […] Ég ferðast oft ein en er þá engu að síður í mínu óopinbera hlutverki sem forsetafrú. Það eru bæði forréttindi og heiður sem ég er mjög þakklát fyrir,“ skrifaði Eliza og lýsti því svo hvernig hún reyndi að taka svipaða nálgun hér heima: „Við Guðni ferðumst oft saman eða erum gestgjafar saman en mjög oft erum við ein í okkar erindagjörðum, og fyrir mig, auk þess sem ég reyni að láta rödd mína heyrast og vera virk sem forsetafrú, þá sé ég enn þá um hinn árlega viðburð Iceland Writers Retreat sem ég tók þátt í að stofna. Mér gremst þegar (það gerist æ sjaldnar) gert er ráð fyrir nærveru minni frekar en að óskað sé eftir henni. Ég er ekki handtaska eiginmanns míns sem hann grípur með sér þegar hann hleypur út um dyrnar og er svo hljóðlát til sýnis á meðan hann kemur fram á opinberum vettvangi.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sendi tilfinningaþrungið bréf til starfsmanna þegar ljóst var að félagið væri gjaldþrota.vísir/vilhelm „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ Ein af fréttum ársins var án efa gjaldþrot íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air. Flugfélagið hætti starfsemi þann 28. mars og var síðasta flugferðin til Detroit í Bandaríkjunum daginn áður. Skúli Mogensen var stofnandi og forstjóri WOW air. Hann ritaði starfsfólki flugfélagsins tilfinningaþrungið kveðjubréf þegar ljóst var að fyrirtækið væri gjaldþrota. Ummælin hér fyrir ofan eru tekin þaðan en bréfið var reyndar á ensku. Á íslensku útleggst upphaf þess svona: „Kæru vinir, ég hélt að þetta myndi aldrei gerast en við neyðumst til þess að hætta starfsemi og skila inn flugrekstrarleyfi okkar. Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert en raunveruleikinn er sá að við runnum út á tíma og okkur hefur því miður ekki tekist að tryggja fjármögnun fyrirtækisins.“ Gjaldþrot fyrirtækisins hafði víðtæk áhrif. Mikill fjöldi fólks missti vinnuna og aðeins nokkrum dögum eftir að WOW air féll skrifuðu Efling og VR undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og verkfallsátök.Sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að gjaldþrot WOW air hefði þrýst frekar á samningsaðila um að ná samkomulagi. Alda Karen Hjaltalín í viðtali við Ísland í dag fyrr á árinu en ákveðin ummæli hennar í viðtalinu vöktu reiði.Vísir „Þú ert nóg“ Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hélt fyrirlestur í Laugardalshöll í janúar og ræddi við Ísland í dag í aðdraganda hans. Í viðtalinu sagði hún að helsta ástæðan fyrir því að hún væri komin til landsins með fyrirlesturinn væru skilaboðin og rauði þráðurinn „Þú ert nóg“. „Ég ætlaði ekkert að vera með annan fyrirlestur og náði í raun toppnum þegar við fylltum Eldborg í fyrra. Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen. Þessi ummæli Öldu Karenar vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum og faglært heilbrigðisstarfsfólk gagnrýndi hana einnig. Þannig sagði Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá landlækni, að ummælin samræmdust ekki viðmiðum um forvarnir í málaflokknum. Það væri ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“ við þunglyndan einstakling. Þá lagði Salbjörg áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þyrfti að nálgast af ábyrgð. Alda Karen viðurkenndi að hafa hlaupið á sig í viðtalinu við Ísland í dag. „Ég kem þessu náttúrulega mjög klaufalega frá mér þarna á Stöð 2, að bendla sjálfsvígshugsanir við þetta beint. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst meint [þannig] að „ég er nóg“ er minn helsti drifkraftur í lífinu sem ég nefndi náttúrulega í viðtölum á undan,“ sagði hún og kvaðst skilja gagnrýni fagfólks. Margir úr þeim hópi hefðu þó haft samband við hana og lýst yfir stuðningi við málflutning hennar. Gunnar Bragi Sveinsson sneri aftur á þing í janúar eftir Klausturmálið.vísir/vilhelm „Algjört blackout“ Eitt af fréttamálum ársins 2018, Klausturmálið, teygði sig yfir á nýja árið. Þingmenn Miðflokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, tóku sæti á þingi á ný í janúar og mættu af því tilefni í viðtal á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þar hafði Gunnar Bragi meðal annars þetta að segja um kvöldið 20. nóvember 2018 þegar hann og fimm aðrir þingmenn sátu þar og drukku og töluðu með niðrandi hætti um aðra þingmenn: „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna.” Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu“ Það var hiti í kolunum á nefndarsviði Alþingis í mars þegar Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins þar sem Samherjamálið „hið fyrra“ og þáttur Seðlabankans í því var til umræðu.Að loknum fundinum, frammi á gangi, beindi Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, þáverandi forstjóra Samherja, orðum sínum að Má þegar hann ætlaði að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómatilfinningu og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis. Síðar sama dag sendi Baldvin frá sér orðsendingu til samstarfsmanna hjá Samherja. Kvaðst hann hafa komist óheppilega að orði eftir nefndarfundinn. Orðavalið hefði ekki verið sæmandi og hann hefði gjarnan kosið að hafa valið kurteislegri orð. „Mér finnst að þessum árásum á ykkur og annað starfsfólk Samherja á Íslandi, sem hefur staðið sig vel, því verði að linna“ Þessi orð lét Þorsteinn Már Baldvinsson, einn af eigendum Samherja og fyrrverandi forstjóri, falla á starfsmannafundi með starfsmönnum Samherja um miðjan nóvember. Tilefnið var að tveimur dögum áður hafði Kveikur fjallað ítarlega um 30 þúsund skjöl tengd starfsemi Samherja í Afríku sem Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi rekstrarstjóri Samherja í Afríku, hafði komið til Wikileaks. Mætti segja að hér sé komið Samherjamálið „hið síðara“. Í umfjöllun Kveiks kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Þá léki jafnframt grunur á peningaþvætti og skattaundanskotum. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri í kjölfar umfjöllunarinnar og Björgólfur Jóhannsson tók við. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri hafa málið til rannsóknar hér á landi en í Namibíu hafa stjórnmálamenn og embættismenn verið ákærðir fyrir spillingu, fjársvik og peningaþvætti vegna viðskipta sinna við Samherja. „Helgarfrí er fyrir homma og kellingar“ Sjónvarpskonan Edda Sif Pálsdóttir stuðaði ýmsa með þessum ummælum sem hún lét falla á Instagram-síðu sinni í mars. Þannig gagnrýndi Roald Viðar Eyvindsson, útgáfustjóri Mannlífs, sem sjálfur er samkynhneigður, Eddu Sif fyrir ummælin og sagði þau fá falleinkunn. Ýmsir tóku undir þau orð Roalds á Facebook-síðu hans á meðan aðrir spurðu hvort hann væri húmorslaus. Þá Skúli Ólafsson, prestur í Neskirkju, grein á Vísi vegna ummælanna og sagði þau ekki í takt við tíðarandann. Sjálf brást Edda Sif við á Twitter þar sem hún deildi grein Skúla með þessum orðum: „Pælið í ef e-r myndi taka kaldhæðnisgrín sem var ætlað vinum ykkar, kalla það yfirlýsingu, snúa út úr því og skrifa um það grein! Takk annars fyrir útskýringuna kæri maður á því hvernig er að vera kona. Sem var einmitt ekki í helgarfríi, það var grínið.“ Björgvin Stefánsson framherji KR fékk fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli.vísir/bára „Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum“ Björgvin Stefánsson, leikmaður meistaraflokks KR í knattspyrnu, lét rasísk ummæli falla þegar hann lýsti Hauka og Þróttar á HaukarTV í maí. Svarti maðurinn sem hann vísaði til var Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Ummælin fóru fljótt á flug eftir að vakin var athygli á þeim á Twitter og var Björgvin sömuleiðis fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar. Þá harmaði knattspyrnudeild Hauka ummælin. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók mál Björgvins til skoðunar. Tveimur vikum eftir að ummælin féllu var Björgvin dæmdur í fimm leikja bann af nefndinni. KR missti þar með framherja sinn í fimm leiki auk þess sem Haukar þurftu að borga 100 þúsund krónur í sekt. @FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O— Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 „Gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðinga og helförina vöktu undrun á samfélagsmiðlum í byrjun febrúar. Voru ummælin gagnrýnd og Páll Óskar sakaður um gyðingahatur og kynþáttafordóma. Ummælin féllu í útvarpsþættinum Lestinni á Rás 1 þar sem rætt var um hvort rétt væri að Ísland myndi sniðganga Eurovision sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael í maí. Vel á þriðja tug þúsunda undirskrifta söfnuðust til stuðnings því að RÚV myndi hafna þátttöku í keppninni, vegna framgöngu Ísrals í átökunum við Palestínu, en Ísland tók engu að síður þátt eins og flestum er eflaust í fersku minni. Umræðan um sniðgöngu var ekki jafn mikil annars staðar í Evrópu eins og hún var hér á landi og sagði Páll Óskar ástæðuna vera þá að gyðingar séu víða í álfunni. Umræðunni yrði ekki vel tekið. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar.Páll Óskar baðst síðan afsökunar á ummælunum. Hann sagðist í yfirlýsingu bera ábyrgð á orðum sínum og taka orð sín um gyðinga til baka. Þau hefðu verið röng og særandi. Þá viðurkenndi hann fúslega að hafa gengið of langt í orðum sínum með því að blanda saman ríkisstjórn Ísraels, Ísraelsher og gyðingum saman í einn graut.Hér fyrir neðan má sjá atriði Íslands í Eurovision þetta árið. Hljómsveitin Hatari söng lagið Hatrið mun sigra. „Drullusokkur meirihlutans“ og „skítadreifari“ Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sparaði ekki stóru orðin á borgarstjórnarfundi í desember þegar hún kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Í kjölfar ummælanna fór Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, fram á það við borgarfulltrúa að þeir gættu orða sinna. Vigdís hafði uppi þessi orð um Dóru Björt eftir að sú síðarnefnda hafði flutt ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun borgarinnar. Dóra Björt gagnrýndi minnihlutann og sakaði borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís.
Fréttir ársins 2019 Tengdar fréttir Vinsælustu lög áratugarins á Spotify Spotify hefur nú gefið út lista yfir mest streymdu lög áratugarins en þar situr kanadíski tónlistamaðurinn Drake á toppnum. 3. desember 2019 20:00 Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00 Kanslari í Bankastræti, vírusvarnarmógúll í felum á Dalvík og auðvitað Ed Sheeran Innlit valdamikilla stjórnmálamanna voru áberandi á árinu og þá settu stórtónleikar breska tónlistarmannsins Ed Sheerans og fylgdarliðs hans svip sinn á flóru Íslandsvina ársins 2019. 21. desember 2019 08:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Vinsælustu lög áratugarins á Spotify Spotify hefur nú gefið út lista yfir mest streymdu lög áratugarins en þar situr kanadíski tónlistamaðurinn Drake á toppnum. 3. desember 2019 20:00
Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00
Kanslari í Bankastræti, vírusvarnarmógúll í felum á Dalvík og auðvitað Ed Sheeran Innlit valdamikilla stjórnmálamanna voru áberandi á árinu og þá settu stórtónleikar breska tónlistarmannsins Ed Sheerans og fylgdarliðs hans svip sinn á flóru Íslandsvina ársins 2019. 21. desember 2019 08:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent