Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:01 Vindaspáin klukkan 21 í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra klukkan 18. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir. Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir.
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira