Messi hefur verið að skoða hreyfingar markvarða með góðum árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:30 Lionel Messi stillir boltanum upp fyrir eina af aukaspyrnum sínum á leiktíðinni. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira