Danir fá góðar fréttir af Lasse Svan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 18:45 Lasse Svan Hansen fagnar marki með danska landsliðinu. Getty/Jan Christensen Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg) EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Ellefu af nítján leikmönnum í danska landsliðshópnum í handbolta spila með liðum í Þýskalandi. Danir verða mótherjar Íslendinga í fyrsta leiknum í E-riðli Evrópumótsins í handbolta í Malmö 11. janúar. Evrópumótið fer núna fram í 14. sinn. Í fyrsta sinn verður keppnin haldin í þremur löndum (Austurríki, Noregi og Svíþjóð) og í fyrsta skiptið verða keppnisliðin 24. Líkt og Guðmundur Guðmundsson er Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana búinn að velja 19 manna hóp en Danir fara með 18 leikmenn til Malmö. Hornamaðurinn Lasse Svan Hansen meiddist með SG Flensburg-Handewit gegn Ludswigshaven í þýsku Bundesligunni 19. desember og lék ekki síðustu tvo leiki þýska liðsins. Í samtali við Flensburg Avis segist Lasse Svan á góðum batavegi og gerir ráð fyrir því að hann geti spilað á EM. Landsliðsþjálfararnir eru búnir að tilkynna til evrópska handknattleikssambandins nöfn þeirra 28 leikmanna sem geta spilað í keppninni. Sú breyting er einnig á keppninni núna að leyft er að gera fleiri breytingar en áður. Þjálfarnir geta skipt út tveimur leikmönnum í riðlakeppni, tveimur í milliriðlum og einni tveimur leikmönnum úrslitahelgina. Danir koma saman til æfinga á morgun en 11 þeirra sem eru í 19 manna hópnum spila með liðum í Þýskalandi. Átta leikir verða í síðustu umferðinni fyrir EM fríið í Bundesligunni á sunnudag. Danir hafa unnið Evrópumeistaratitilinn tvisvar (2008 og 2012), silfurverðlaun (2014) og þrenn bronsverðlaun (2002, 2004 og 2006).EM hópur DanaMarkverðir Niklas Landin (THW Kiel) Jannick Green (SC Magdeburg)Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel) Magnus Bramming (TTH Holstebro) Lasse Svan Hansen (Flensburg-Handewitt) Hans Lindberg (Füchse Berlin)Línumenn: René Toft Hansen (S.L. Benfica) Magnus Saugstrup (Aalborg Håndbold) Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt)Skyttur og leikstjórnendur Niclas Kirkeløkke (Rhein-Neckar Löwen) Mikkel Hansen (PSG Paris) Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold) Mads Mensah Larsen (Rhein-Neckar Löwen) Rasmus Lauge (Vészprem KC) Morten Olsen (TSV Hannover-Burgdorf) Jacob Holm (Füchse Berlin) Michael Damgaard (SC Magdeburg) Lasse Andersson (FC Barcelona) Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg)
EM 2020 í handbolta Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira