Brandur Olsen spilar ekki með FH-ingum í Pepsi Max deildinni næsta sumar því hann er kominn til Svíþjóðar.
Sænska efstu deildar félagið Helsingborg keypti Færeyinginn af FH og hefur hann nú gert þriggja ára samning við Helsingborg. Þetta kemur fram á heimasíðu Helsingborg í dag.
Brandur Olsen er 24 ára gamall og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Síðasta sumar var hann með 6 mörk og 3 stoðsendingar í 19 leikjum mðe FH í Pepsi Max deildinni.
BRANDUR HENDRIKSSON #5
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) December 27, 2019
Johan Lilja pic.twitter.com/46CW0NxqD5
Brandur Olsen var samningsbundinn FH út næsta tímabil og því þurftu Svíarnir að kaupa hann af Hafnarfjarðarliðinu.
Íslendingurinn Daníel Hafsteinsson er fyrir hjá sænska liðinu en hann kom þangað frá KA í sumar.
Það má sjá viðtal við Brand á heimasíðu sænska liðsins hér fyrir neðan.