Hvetur fólk til að reyna að nýta útrunnin gjafabréf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. desember 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur. Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur tímabært að endurskoða reglur um skilarétt. Flestar kvartanir eftir jólavertíðina eru alla jafna vegna gildistíma gjafabréfa. Fólk streymir nú í verslanir til að skila og skipta jólagjöfum sem misstu marks. Oft er skilafrestur knappur og nær einungis til áramóta. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að alltaf berist eitthvað af kvörtunum vegna skilaréttar eftir jólin. Dregið hafi þó úr fjöldanum. „Þetta var í rauninni miklu verra þegar útsölurnar voru að byrja strax eftir jól, jafnvel á milli jóla og nýárs og verslanir vissu varla sjálfar hvernig ær áttu að fara með málin," segir Brynhildur. Nú þegar útsölur byrja jafnan ekki fyrr en aðra vikuna í janúar virðist svigrúmið til að skila vörum orðið meira. Ekki er fjallað sérstaklega um skilrétt á ógallaðri vöru í lögum og leiðbeinandi reglur frá árinu 2000 eru í gildi. Brynhildur segir þær nokkuð óskýrar og telur endurskoðun tímabæra. „Verslanir geta svolítið sjálfar ákveðið hversu langur þessi frestur á að vera, hvort það megi nota inneignarnótur á útsölum og hvernig þeim málum er háttað," segir hún. Hún segir flestar kvartanir eftir jólavertíðina vera vegna gildistíma á gjafabréfum sem er oft stuttur. „Okkar mat er að það ætti bara að vera fjögur ár, eins og með almennan fyrningarfrest á peningakröfum," segir Brynhildur. „Við hvetjum seljendur til að vera með almennilegan gildistíma og við hvetjum neytendur til að nota gjafabréfin, þrátt fyrir að það standi að þau séu útrunnin. Fara samt til seljenda og fá að nýta bréfið og láta okkur vita ef það gengur ekki," segir Brynhildur.
Neytendur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira