Gekk brösulega að finna lendingarstað fyrir þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2019 18:41 Björgunarsveitarmenn flytja manninn niður af Breiðamerkurjökli. Landsbjörg Maðurinn sem hlaut opið beinbrot þegar hann féll á Breiðamerkurjökli í dag er kominn niður af jöklinum og um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flýgur með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á göngu um jökulinn með hóp fólks þegar hann datt. Björgunarmenn náðu til hans um klukkan þrjú og hófu þá að bera hann niður. Aðstæður á jöklinum voru erfiðar, búið var að rigna töluvert og jökullinn því hálli en ella. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið kominn niður af jöklinum um klukkan hálf sex. Þá hafi ferðin niður gengið þokkalega vel en erfiðlega gekk þó að finna lendingarstað fyrir þyrluna. „Hann var með opið beinbrot og var því kvalinn þannig að menn vönduðu sig við þetta. En það gekk brösulega að finna stað þar sem ekki var of blautt til að þyrlan gæti lent.“ Hópurinn sem maðurinn var með var þegar fluttur niður af jöklinum síðdegis. Þá var notast við svokallaða svifnökkva, eins konar sjúkraflutningabörur með upplásnum belgjum, til að flytja manninn. Búist er við að þyrlan lendi með manninn í Reykjavík í kvöld. Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Slys varð á Breiðamerkurjökli Þyrla landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist. 28. desember 2019 16:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Maðurinn sem hlaut opið beinbrot þegar hann féll á Breiðamerkurjökli í dag er kominn niður af jöklinum og um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flýgur með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á göngu um jökulinn með hóp fólks þegar hann datt. Björgunarmenn náðu til hans um klukkan þrjú og hófu þá að bera hann niður. Aðstæður á jöklinum voru erfiðar, búið var að rigna töluvert og jökullinn því hálli en ella. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið kominn niður af jöklinum um klukkan hálf sex. Þá hafi ferðin niður gengið þokkalega vel en erfiðlega gekk þó að finna lendingarstað fyrir þyrluna. „Hann var með opið beinbrot og var því kvalinn þannig að menn vönduðu sig við þetta. En það gekk brösulega að finna stað þar sem ekki var of blautt til að þyrlan gæti lent.“ Hópurinn sem maðurinn var með var þegar fluttur niður af jöklinum síðdegis. Þá var notast við svokallaða svifnökkva, eins konar sjúkraflutningabörur með upplásnum belgjum, til að flytja manninn. Búist er við að þyrlan lendi með manninn í Reykjavík í kvöld.
Björgunarsveitir Hornafjörður Tengdar fréttir Slys varð á Breiðamerkurjökli Þyrla landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist. 28. desember 2019 16:25 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Slys varð á Breiðamerkurjökli Þyrla landhelgisgæslunnar er á leiðinni austur að Breiðamerkurjökli en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan eitt í dag þegar íslenskur karlmaður féll á jöklinum og slasaðist. 28. desember 2019 16:25