Allt bendir til að næsta ár verði ár kaupenda Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2019 21:00 Jafnvægi var á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“ Húsnæðismál Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“
Húsnæðismál Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira