Allt bendir til að næsta ár verði ár kaupenda Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2019 21:00 Jafnvægi var á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“ Húsnæðismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“
Húsnæðismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira