Það sem ensku liðin þurfa að gera í dag til að komast áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 08:30 Það má ekkert klikka hjá Sadio Mane og félögum í Liverpool í kvöld. Getty/Chloe Knott Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
Tottenham og Manchester City eru bæði búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þriðjudagurinn 10. desember er aftur á móti leikur upp á líf eða dauða fyrir hin tvö ensku liðin í keppninni, Liverpool og Chelsea. Tottenham og Manchester City eru í hópi átta liða sem eru komin áfram en hin eru Paris Saint-Germain, Bayern München, Juventus, Real Madrid, Barcelona og RB Leipzig. Átta sæti eru því í boði í leikjum Meistaradeildarinnar í dag og á morgun. En hvað þurfa Liverpool og Chelsea að gera til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum? Liverpool mætir Red Bull Salzburg á útivelli í dag og hefst leikurinn klukkan 17.55 að íslenskum tíma. Liverpool er með 10 stig, einu stigi meira en Napoli og þremur stigum meira en Red Bull Salzburg. Liverpool mistókst að tryggja sig áfram í síðustu umferð og má helst ekki tapa leiknum í Salzburg. Ef Liverpool tapar þá þarf liðið að treysta á að botnlið riðilsins, Genk, vinni Napoli á útivelli. Red Bull Salzburg kemst áfram með sigri á Liverpool en Liverpool tryggir sig ekki aðeins áfram með sigri því liðið myndi einnig vinna riðilinn. Fyrri leikurinn endaði með 4-3 sigri Liverpool á Anfield þannig að Liverpool kæmist því einnig áfram á innbyrðis leikjum ef Salzburg myndi vinna leikinn 5-4 eða 6-5. Þar erum við aftur á móti komin út í ímyndaða tölfræðileiki. Chelsea kemst einnig áfram með sigri á franska liðinu Lille á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Chelsea liðið gæti einnig komist áfram á jafntefli en aðeins ef Ajax myndi vinna Valencia á sama tíma. Leikur Chelsea og Lille hefst klukkan 20.00. Ajax er á toppi riðilsins með tíu stig en Chelsea og Valencia eru síðan jöfn í 2. og 3. sæti með átta stig hvort lið. Valencia verður ofar verði liðin jöfn að stigum því spænska liðið stendur betur í innbyrðsileikjum liðanna.Liðin sem eru komin áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar:A-riðill: Paris St-Germain (vinnur riðilinn), Real MadridB-riðill: Bayern München (vinnur riðilinn), TottenhamC-riðill: Manchester City (vinnur riðilinn)D-riðill: Juventus (vinnur riðilinn)E-riðill: EkkertF-riðill: Barcelona (vinnur riðilinn)G-riðill: RB LeipzigH-riðill: Ekkert Leikur Red Bull Salzburg og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og leikur Chelsea og Lille verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport og þá verða einnig sýndir tveir aðrir leikir í beinni útsendingu eða: Inter - Barcelona (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 2) og Ajax - Valencia (kl.20.00 á Stöð 2 Sport 4).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira