Valencia tryggði sér sigur í H-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið lagði Ajax að velli, 0-1, í Amsterdam í gær.
Spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu.
Hinn 19 ára Ferrán Torres lagði markið upp með frábærri sendingu.
Í fagnaðarlátunum sló varnarmaðurinn Gabriel Torres í eyrað hið litla hrifningu þess síðarnefnda.
Guðmundur Benediktsson og félagar í Meistaradeildarmessunni tóku þetta spaugilega atvik fyrir í þætti gærkvöldsins. Það má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
