Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 06:30 Frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem kafarar sérsveitarinnar gerðu sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa. Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa.
Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20