Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 06:30 Frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem kafarar sérsveitarinnar gerðu sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa. Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa.
Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20