Riðlakeppni Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi og nú er því ljóst hvaða sextán félög verða í pottinum á mánudaginn þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Öll ensku liðin fjögur, Manchester City, Liverpool, Tottenham og Chelsea, komust áfram upp úr sínum riðlum og það er athyglisvert að skoða hvaða liðum þau geta mætt í sextán liða úrslitunum.
Lið frá sama landi geta ekki mæst í sextán liða úrslitum og þá geta lið úr sama riðli ekki heldur mæst. Liðin sem unnu sinn riðil mæta síðan einu af liðunum sem urðu í öðru sæti í hinum sjö riðlunum.
Liverpool, Manchester City, Chelsea and Tottenham all find out who they face in the last 16 of the #ChampionsLeague when the draw takes place at 11:00 (GMT) on Monday.
— BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2019
Details: https://t.co/w9jRhDACX3#bbcfootball#Spurs#LFC#MCFC#ChelseaFCpic.twitter.com/bWyKk9Ecln
Ensku meistararnir í Manchester City unnu sinn riðil og geta mætt Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon, Napoli eða Real Madrid.
Ríkjandi Evrópumeistarar Liverpool unnu líka sinn riðil og mæta einu af eftirtöldum liðum: Atalanta, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Lyon eða Real Madrid.
Tottenham komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor en að þessu sinni gæti mótherjinn verið svakalegur í sextán liða úrslitunum. Tottenham gæti þar mætt Barcelona, Juventus, RB Leipzig, Paris Saint-Germain eða Valencia.
Chelsea endaði í öðru sæti í sínum riðli og liðið mætir einu af eftirtöldum liðum: Barcelona, Bayern Munich, Juventus, RB Leipzig eða Paris Saint-Germain.
ATENCIÓN
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 11, 2019
BARÇA-CHELSEA (23%) es el emparejamiento más probable del sorteo de octavos de la Champions League 2019-20. Aquí tenéis la clásica tabla estadística de cada año con el porcentaje de cada uno de los duelos que pueden darse. Cortesía de #LaMáquinaDiabólica. pic.twitter.com/nvlSiH0v7R