Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2019 20:00 Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir. Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir.
Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira