Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2019 23:00 Eldur Ólafsson, stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingar standa að. Landssjóður Grænlands er einnig í hópi stærstu eigenda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gullæði í suðri. Hundrað ný störf á leiðinni, segir blaðið Sermitsiaq, um kanadíska félagið AEX Gold með Íslendinginn Eld Ólafsson í fararbroddi sem er að endurvekja gullvinnslu á Suður-Grænlandi. Frá einni gullnámunni á Suður-Grænlandi.Mynd/AEX Gold. Grænlendingar eru þátttakendur í gegnum opinbera sjóði. „Sem eru Danish Growth Fund og Greenland Venture Fund, sem eru ríkisreknir sjóðir í Danmörku og Grænlandi,“ segir Eldur, en samtals eiga sjóðirnir um tíu prósent í félaginu. Stærsti hluthafinn er bandarískur sjóður, með um tuttugu prósent, en Eldur áætlar að liðlega þrjátíu prósent hlutafjár séu í höndum Íslendinga. Frá búðum gullleitarmanna.Mynd/AEX Gold. Lykilatriði segir hann að gullvinnslan verði með lágmarks umhverfisáhrifum. „Gull er ekki bara notað í skartgripi og fyrir seðlabanka heldur er gull meira og meira notað í tæknigeiranum í heiminum; tölvur, allskonar rannsóknir og tækjabúnað, sem er notaður í geimnum og slíkt. Þannig að það er mikilvægt að geta búið til eins hreint og gott efni og mögulega getur orðið. Grænland er alveg fullkominn staður fyrir það.“ Gulls leitað í bröttum fjallshlíðum.Mynd/AEX Gold. Gullleitamenn hafa notast við klifurbúnað í fjallshlíðum en myndirnar frá Grænlandi sýna líka vegi sem fyrra námufélag hafði lagt áður en það fór í þrot. Fara þarf yfir óbrúaðar ár.Mynd/AEX Gold. „Það er búið að byggja upp fyrir í kringum 200 milljónir dollara; vegi, hafnir, alla innviði, námuna, vinnsluplanið sjálft. Þetta er oft stærsti áhættuþátturinn í uppbyggingu á svona verkefnum,“ segir Eldur. Fjallshlíðarnar þar sem gullsins er leitað eru á köflum snarbrattar.Mynd/AEX Gold. Stjórnarformaður AEX Gold er Graham Stewart. Hann er Skoti af færeyskum ættum og tók við fyrsta sérleyfinu á Drekasvæðinu árið 2013 sem þáverandi forstjóri Faroe Petroleum, eins olíufélaganna. Það var í gegnum olíuleitina sem þeir Eldur kynntust. Sjá hér: Olíuvinnsluleyfi afhent Í frétt Stöðvar 2 í fyrradag kom fram að gullæðar, sem þegar hafa fundist, séu taldar um fimmtíu milljarða króna virði. Sjá hér: Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Graham Stewart, stjórnarformaður AEX Gold, tók sem forstjóri Faroe Petroleum við fyrsta olíuleitarleyfinu á Drekasvæði árið 2013 í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Stewart, sem á færeyska móður, lét af forstjórastarfinu fyrr á þessu ári eftir að norska olíufélagið DNO yfirtók Faroe.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Þýðir það ekki að þú ert að verða ríkur? „Nei, það þýðir það ekki í dag. Verðmæti félagsins í dag er í kringum þrír milljarðar, heildarverðmæti félagsins. Og það eru auðvitað ennþá áhættur í verkefninu. Og við tökumst á við þær bara skref fyrir skref. Þetta er langtímaverkefni,“ svarar Eldur. Grænlenskur bátur dregur pramma með gámi gullleitarmanna.Mynd/AEX Gold. Þar skipti máli að fundist hafi gullæðar á fleiri svæðum. „Það eyðist það sem af er tekið. Og við þurfum að finna meira og byggja upp auðlindina á þann hátt að við séum ekki bara þarna í einhver 2-3 ár heldur vonandi til lengri tíma og getum þar af leiðandi tekið þátt í að byggja upp samfélagið þarna og umhverfið á þann hátt að hafa langtímasýn í huga,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Íslendingar erlendis Norðurslóðir Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingar standa að. Landssjóður Grænlands er einnig í hópi stærstu eigenda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gullæði í suðri. Hundrað ný störf á leiðinni, segir blaðið Sermitsiaq, um kanadíska félagið AEX Gold með Íslendinginn Eld Ólafsson í fararbroddi sem er að endurvekja gullvinnslu á Suður-Grænlandi. Frá einni gullnámunni á Suður-Grænlandi.Mynd/AEX Gold. Grænlendingar eru þátttakendur í gegnum opinbera sjóði. „Sem eru Danish Growth Fund og Greenland Venture Fund, sem eru ríkisreknir sjóðir í Danmörku og Grænlandi,“ segir Eldur, en samtals eiga sjóðirnir um tíu prósent í félaginu. Stærsti hluthafinn er bandarískur sjóður, með um tuttugu prósent, en Eldur áætlar að liðlega þrjátíu prósent hlutafjár séu í höndum Íslendinga. Frá búðum gullleitarmanna.Mynd/AEX Gold. Lykilatriði segir hann að gullvinnslan verði með lágmarks umhverfisáhrifum. „Gull er ekki bara notað í skartgripi og fyrir seðlabanka heldur er gull meira og meira notað í tæknigeiranum í heiminum; tölvur, allskonar rannsóknir og tækjabúnað, sem er notaður í geimnum og slíkt. Þannig að það er mikilvægt að geta búið til eins hreint og gott efni og mögulega getur orðið. Grænland er alveg fullkominn staður fyrir það.“ Gulls leitað í bröttum fjallshlíðum.Mynd/AEX Gold. Gullleitamenn hafa notast við klifurbúnað í fjallshlíðum en myndirnar frá Grænlandi sýna líka vegi sem fyrra námufélag hafði lagt áður en það fór í þrot. Fara þarf yfir óbrúaðar ár.Mynd/AEX Gold. „Það er búið að byggja upp fyrir í kringum 200 milljónir dollara; vegi, hafnir, alla innviði, námuna, vinnsluplanið sjálft. Þetta er oft stærsti áhættuþátturinn í uppbyggingu á svona verkefnum,“ segir Eldur. Fjallshlíðarnar þar sem gullsins er leitað eru á köflum snarbrattar.Mynd/AEX Gold. Stjórnarformaður AEX Gold er Graham Stewart. Hann er Skoti af færeyskum ættum og tók við fyrsta sérleyfinu á Drekasvæðinu árið 2013 sem þáverandi forstjóri Faroe Petroleum, eins olíufélaganna. Það var í gegnum olíuleitina sem þeir Eldur kynntust. Sjá hér: Olíuvinnsluleyfi afhent Í frétt Stöðvar 2 í fyrradag kom fram að gullæðar, sem þegar hafa fundist, séu taldar um fimmtíu milljarða króna virði. Sjá hér: Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Graham Stewart, stjórnarformaður AEX Gold, tók sem forstjóri Faroe Petroleum við fyrsta olíuleitarleyfinu á Drekasvæði árið 2013 í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Stewart, sem á færeyska móður, lét af forstjórastarfinu fyrr á þessu ári eftir að norska olíufélagið DNO yfirtók Faroe.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Þýðir það ekki að þú ert að verða ríkur? „Nei, það þýðir það ekki í dag. Verðmæti félagsins í dag er í kringum þrír milljarðar, heildarverðmæti félagsins. Og það eru auðvitað ennþá áhættur í verkefninu. Og við tökumst á við þær bara skref fyrir skref. Þetta er langtímaverkefni,“ svarar Eldur. Grænlenskur bátur dregur pramma með gámi gullleitarmanna.Mynd/AEX Gold. Þar skipti máli að fundist hafi gullæðar á fleiri svæðum. „Það eyðist það sem af er tekið. Og við þurfum að finna meira og byggja upp auðlindina á þann hátt að við séum ekki bara þarna í einhver 2-3 ár heldur vonandi til lengri tíma og getum þar af leiðandi tekið þátt í að byggja upp samfélagið þarna og umhverfið á þann hátt að hafa langtímasýn í huga,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Íslendingar erlendis Norðurslóðir Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Leiðir gullgrafaraævintýri á Grænlandi Alopex Gold hefur undir höndum leyfi á þremur gullnámusvæðum á Grænlandi, Nalunaq, Vagar og Tartoq. Eldur Ólafsson er forstjóri fyrirtækisins og einn stofnenda. Í sumar fóru fram boranir í Nalunaq sem staðfesta framhald aðalgullæðarinnar en það eykur vissuna að til staðar séu 1,2 milljónir únsa af gulli. 10. desember 2017 10:00
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45
Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37