Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2019 19:15 Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira