Sex ára stúlka meðal þeirra sem létust í jarðskjálfta á Filippseyjum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 21:29 Skjálftinn er sá síðasti í hrinu jarðhræringa á svæðinu. Vísir/EPA Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið. Filippseyjar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið.
Filippseyjar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira