Sex ára stúlka meðal þeirra sem létust í jarðskjálfta á Filippseyjum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 21:29 Skjálftinn er sá síðasti í hrinu jarðhræringa á svæðinu. Vísir/EPA Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið. Filippseyjar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Sex ára stúlka er á meðal þeirra þriggja sem létust þegar jarðskjálfti að stærð 6,8 skók eyjuna Mindanao á suðurhluta Filippseyja í dag. Stúlkan er sögð hafa verið heima hjá sér þegar hús fjölskyldunnar hrundi í jarðskjálftanum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Samuel Tadeo, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, hefur staðfest við fjölmiðla að þrír hafi látið lífið í skjálftanum. Einnig hefur verið greint frá því að þriggja hæða bygging hafi hrunið. Eyjan sem um ræðir er önnur stærsta eyjan á Filippseyjum og vinsæll ferðamannastaður þar í landi. Linog here in Gensan. Scarrryyy! Linog in Mindanao. #Earthquake #EarthquakePh Keep safe everyone. pic.twitter.com/WlgsAGVrPx— KARLA Besoña (@kalangtots) December 15, 2019 Tilkynnt hefur verið um alvarlegar skemmdir á skólabyggingum vegna skjálftans en þær voru flest allar tómar þegar skjálftinn reið yfir. Yfirvöld í Davao, stærstu borg eyjarinnar, hafa lokað fyrir umferð yfir brýr vegna skemmda og aflýst kennslu í skólum á morgun. Fréttastofa ríkisfjölmiðilsins þar í landi greinir frá því að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafi verið staddur á heimili sínu í Davao þegar skjálftinn reið yfir. Hann er sagður vera óhultur en að heimili hans sé lítillega skemmt. Bandaríska jarðvísindastofnunin gaf út í dag að engin hætta væri á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.Um er að ræða síðasta skjálftann í hrinu jarðhræringa á eyjunni síðustu mánuði. Í október síðastliðnum létust fjórtán á eyjunni þegar skjálftar að stærð 6,5 og 6,6 skóku svæðið.
Filippseyjar Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira