Félag Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brim, Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem áður hét reyndar sjálft Brim, hefur selt 2% hlut í Brimi fyrir tæplega 1,2 milljarða króna. Viðskiptablaðið greinir frá og vísar í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Guðmundur á 75 prósenta hlut í Útgerðarfélagi Reykjavíkur.
Um var að ræða sölu á 30 milljón hlutum en Guðmundur og félög honum tengd eiga enn 874,9 milljón hluti í félaginu sem samsvara 44,7 prósentum. Verðmæti bréfanna miðað við gengið í dag er um 34 milljarðar króna.
Guðmundur keypti 34 prósenta hlut í HB Granda, nú Brim, af Kristjáni Loftssyni í fyrra.
Fréttin hefur verið uppfærð.
ÚR selur bréf fyrir 1,2 milljarð króna

Tengdar fréttir

HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup
Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild.

Brim hagnaðist um 1,5 milljarða
Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um 10,7 milljónir evra á fyrri helmingi ársins eða sem nemur 1,5 milljörðum króna.

Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði.

Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu.