Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2019 16:24 Horft í átt að Djúpuvík. Vegurinn færi vinstra megin við gömlu síldarbræðsluna og síðan áfram yfir höfðann í stað þess að liggja í gegnum þorpið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls, helsta farartálmanum á Strandavegi í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. Matsáætlunin gerir ráð fyrir að tæplega tólf kílómetra kafli verði endurbyggður, frá botni Veiðileysufjarðar og vestur fyrir Djúpuvík, nánar tiltekið frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Hér má sjá mismunandi veglínur, sem komu til skoðunar. Vegagerðin leggur til að gula línan verði valin. Appelsínugula línan sýnir núverandi veg.Kort/Vegagerðin. Þrjár breytingar eru lagðar til á vegstæðinu. Lagt til að vegurinn fari ekki í gegnum þorpið í Djúpuvík heldur yfir Kjósarhöfða, við Kúvíkur er lagt til að vegurinn liggi nær Kúvíkum og loks er lagt til að ofan eyðibýlisins Veiðileysu liggi vegurinn á stærstum kafla neðar í hlíðinni. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar. Frá veginum um Veiðileysuháls. Lagt er til að nýr vegur verði lagður í beygju til vinstri og strax látinn lækka í stað þess að liggja áfram hátt uppi í hlíðinni ofan Veiðileysufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður,“ segir ennfremur. Sjá einnig hér: Ekki réttlátt að vera lokuð inni í þrjá mánuði Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir við matsáætlunina og er athugasemdafrestur til 20. janúar 2020. Fjallað var um Veiðileysuhálsinn og Árneshreppsbúa í frétt Stöðvar 2 fyrir ári: Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði "merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir foryst 5. nóvember 2019 07:30 Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. 18. febrúar 2019 20:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls, helsta farartálmanum á Strandavegi í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. Matsáætlunin gerir ráð fyrir að tæplega tólf kílómetra kafli verði endurbyggður, frá botni Veiðileysufjarðar og vestur fyrir Djúpuvík, nánar tiltekið frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Hér má sjá mismunandi veglínur, sem komu til skoðunar. Vegagerðin leggur til að gula línan verði valin. Appelsínugula línan sýnir núverandi veg.Kort/Vegagerðin. Þrjár breytingar eru lagðar til á vegstæðinu. Lagt til að vegurinn fari ekki í gegnum þorpið í Djúpuvík heldur yfir Kjósarhöfða, við Kúvíkur er lagt til að vegurinn liggi nær Kúvíkum og loks er lagt til að ofan eyðibýlisins Veiðileysu liggi vegurinn á stærstum kafla neðar í hlíðinni. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar. Frá veginum um Veiðileysuháls. Lagt er til að nýr vegur verði lagður í beygju til vinstri og strax látinn lækka í stað þess að liggja áfram hátt uppi í hlíðinni ofan Veiðileysufjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður,“ segir ennfremur. Sjá einnig hér: Ekki réttlátt að vera lokuð inni í þrjá mánuði Almenningi gefst kostur á að gera athugasemdir við matsáætlunina og er athugasemdafrestur til 20. janúar 2020. Fjallað var um Veiðileysuhálsinn og Árneshreppsbúa í frétt Stöðvar 2 fyrir ári:
Árneshreppur Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði "merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir foryst 5. nóvember 2019 07:30 Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. 18. febrúar 2019 20:30 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði "merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir foryst 5. nóvember 2019 07:30
Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. 18. febrúar 2019 20:30